Æfingar lofa góðu fyrir Ferrari..................

Ron DennisÉg var að fylgjast með seinni æfingunni í endursýningu og það var gaman að sjá að Ferrari ætlar sér stóra hluti um helgina. Þó að Hamilton hafi tekist að bæta tíma þeirra Ferrarimanna þá er ekki að sjá annað en Ferrari sé ca. sekúndu fljótari en aðrir. Það virðast vera einhverjar væntingar hjá þeim sem skrifar greinar á visir.is um að Hamilton fari til Ferrari, skoðið þessa slóð "http://www.visir.is/article/20080321/IDROTTIR04/80321005", en Ferrari er með tvo ökumenn og þurfa ekki fleiri. Félagar mínir skruppu í viðtal hjá Gulla á Stöð2 Sport í gær og mættu þar Guðna McLarenmanni. Guðni var mjög málefnalegur og Svenni var í góðu jafnvægi og tók afhroði Ferrari um síðustu helgi með stóískri ró eins og ísmaðurinn, en Gústi 1/2bróðir hélt uppi merki Alonso og bunaði út úr sér fullyrðingar um ágæti Alonso og meintan aumingjaskap Ferrari og McLarenmanna. Ég fékk þarna staðfestingu á því sem mig hefur grunað lengi, með fullri virðingu fyrir Gústa, en hann hefur bara ekkert vit á Formúlu 1, hann hefur bara vit á vitleysunni í Alonso. Fullyrðingar um að Ron Dennis, sem hefur stjórnað með góðum árangri frá því áður en Alonso fæddist, sé lélegur stjórnandi lýsa best hversu blindur maður Gústi er. Hann heldur enn að ef hann segir nógu oft hvernig honum finnst hlutirnir eiga að vera, þá sé það heilagur sannleikur, en þannig er það nú bara ekki. Nú er nokkuð víst að ég fæ einhverjar glósur frá Gústa mínum um hvað sé "rétt" í þessu og það verður bara gaman. Það verður gaman að fylgjast með tímatökum í fyrramálið og mín sannfæring er sú að Ferrari slær Mclaren við og aðrir verða ekki með í myndinni.

Ferrarikveðja01 copy

 


mbl.is Hamilton flaug fram úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband