Skelfileg mistök hjá Ferrari liðinu. ( Svenni )

Ekki veit ég hvað gekk á hjá Ferrari þessa helgina í flóðlýstum kappakstrinum. Ég er viss um að jafnvel Bjössi í sjoppunni í Sandgerði í gamla daga hefði munað eftir því að aftengja bensínslönguna. En svona er lífið ekkert gekk upp þennan dag nema hjá Alonso sem keyrði til sigurs. Eg set spurningarmerki um snilli hans því ef litið er á keppnina þá var hann fyrstur í þjónustustopp, félagi hans klessukeyrir strax á eftir og Ferrarimenn út að skíta , Síðan eru hans helstu andstæðingar sendir inn í pytt í 10 sek refsingu sem þeir unnu sér reyndar inn. Hamilton síðan mjög sáttur enda hans helstu andstæðingar allir stigalausir eftir að Rakkonen sofnaði í einni beyjunni.  Því segi ég aftur var það fyrir snilli Alonso að hann vann eða var hann ekki bara að grísa sig máttlausann. Ég veðja á seinni útfærsluna spurning hvað meistari Gústi Alonso fan númer 1 segir. 

Fullsize image from the Singapore GP


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, ég spyr bara hvað voru dómararnir að hugsa. Þarna klikkuðu þeir aldeilis. Þeir hljóta að geta fundið eitthvað brot hjá Renault, MaClaren og öllum þessum einskilnýtu þátttakendum í formúlunni til að koma Massa í 1. sætið. Þetta gengur bara alls ekki að Ferrari liðið þurfi að koma sjálft með kæru til að redda þessu.

Annars skiptir þessi keppni hvort eð er ekki máli, þetta var bara skrípaleikur og sirkusatriði, ekki alvarleg keppni.

Nei ég meina það er ekki hægt að fara að hætta að sýna frá þessari leiðindar dómstóla, ákæru, halarófuaksturskeppni og fara að sýna frá alvöru kappakstri, þar sem menn eru að berjast um sæti í keppninni sjálfri og það er eitthvað fjör.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband