9.9.2008 | 12:43
Frábær keppni á Spa ! (Svenni)
Keppin á Spa var frábær og þá sérstaklega síðustu hringirnir. Minn maður Rakkonen er bara ekki að sýna sitt rétta andlit í keppninni á ár. Hann sýndi samt hversu megnugur hann getur verið en það dugði bara ekki til þegar að það fór að rigna. Keppni milli hans og Hamilton var æsispennandi og gaman að horfa á þó að Hamilton hefði betur. Dómur sá sem síðar var kveðinn upp vekur upp margar spurningar en fátt er um svör. Mitt álit er að úrslitin áttu að standa. En alla vega þá eru allar líkur á að slagurinn standi bara á milli Massa og Hamilton.
Nú er bara um að gera að standa á bak við Massa í þeirri törn sem eftir er.
Athugasemdir
Massa klárar þetta. Þarf bara að halda sig í röðinni og komast yfir endalínuna. FIA sér svo um restina.
Þessí "íþrótt" er djók.
Vsjóns
HsBræður, 11.9.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.