20.3.2008 | 19:49
Er pláss fyrir Vettel ?"?"?"?"?"?"?"?"?"?
Þessi samningamál eru alltaf jafn skrýtin. Það er alveg sama þó einhver segist vera með samning við lið eða ökumann, þá virðast samningarnir aldrei halda vatni þegar á reynir. Ef ökumaðurinn vill fara, þá fær hann að fara, bara spurning um peninga. Ég veit ekki hvað Massa á mikið eftir af sínum samningi og hvort það verður pláss fyrir Vettel eða einhvern annan á næsta ári, en ef Vettel og Ferrari vilja breyta til þá gera þeir það, Ferrari borgar bara brúsann og allir happy ever after. Renault gerði þetta í fyrra, sem dæmi og mörg önnur dæmi eru til um þetta. Þeir ökumenn sem ég hefði viljað sjá í stað Massa fyrir utan Vettel eru þeir Kubica og Rosberg, og einnig kæmi Bourdais til greina, en hann er kannski full gamall og franskur í þokkabót. Annars er Massa hörkudriver og hefur bara staðið sig vel hjá Ferrari og ekki má gleyma því að árangur hans var frábær í fyrra, skilaði stigum í öllum keppnum nema þremur og endaði í fjórða sæti með 94 stig.
![]() |
Berger blæs á bullið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 16:23
Hvað geta þeir bullað í kvöld ?
Tveir félagar okkar í umræðuþættinum hjá Gulla Rögg í kvöld. Þetta eru Gústav Alanso dýrkandi og Svenni Fiat aðdáandi. Skora á félaga mína að missa ekki af þessu, alltaf gaman að hlusta á bullið í þeim. Frábært þegar þeir voru síðast hjá Gulla, fyrir keppnina í Japan 2007 ef ég man rétt þá sagði Svenni: "Ég vona að mínir menn Kimi og Raikkonen nái góðu starti". Bara snilld, þið megið ekki missa af þessum þætti kl. 20:00 á Stöð2 sport.
20.3.2008 | 03:36
Of mikið í einu???????????''
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort allar þessar breytingar hjá Ferrari séu ekki of margar á of stuttum tíma. Shumi hélt þessu liði á floti í þó nokkur ár og eftir að hann hætti fóru þeir að tína tölunni, Ross Brawn hættir í fyrra og Jean Todt færður í forstjórastólinn sem hann stendur upp úr núna. Nýir menn komnir í staðinn eins og gefur að skilja og spurningin er hvort þeir valda þessu hlutverki? Ítalska pressan réðist á Stefano Domenicali eftir síðustu keppni, þar sem hann stjórnaði fyrstu keppni sinni sem liðstjóri og ég set spurningarmerki við stjórnun hans í kringum pitstoppið hjá Kimi, en mér fannst vera út í hött að taka hann ekki inn á meðan öryggisbíllinn var í brautinni. Þetta gerði Kimi erfiðara fyrir og þurfti hann að taka meiri sénsa fyrir bragðið. Það jákvæða við síðustu keppni var að sjá hversu hraðskreiður Ferraribíllinn var, þrátt fyrir að vera á einu stoppi og lofar það góðu með framhaldið og vonandi tekst þeim að koma í veg fyrir frekari bilanir í bílnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort næsta keppni einkennist af taugaveiklun, eða hvort fagmennskan sem hefur einkennt Ferrariliðið njóti sín. Annars spá þeir rigningu í Sepang um helgina og við þannig aðstæður ræður heppnin oft úrslitum.
![]() |
Todt hættir sem forstjóri Ferrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |