10.3.2008 | 19:43
Eitthvað hefði nú heyrst ef þetta hefði verið Ferrariliðið!!!!!!!!!!
Samkvæmt þessum fréttum ættu þeir Force India og Super Aguri að fá sér risa hjólhýsi og blása út græjupakkann eins og þau geta til að komast í betri bílskúr. Hingað til hefur númeraröðin verið látin ráða, en spæjaragengið fær sérmeðferð og kemst upp með að væla út skárri bílskúr. Þetta vandamál hefur ekki hrjáð Ferrariliðið og hafa þeir fengið sín pláss í samræmi við þann árangur sem þeir ná, en þeir eru líka langbestir í því að vera fremstir. Þeir hjá McLaren Spy kids eru bara vel geymdir þarna á milli Williams og Red Bull og það væri nú gaman að heyra í þeim sem eru búnir að messa sem mest um fyrirgreiðslupólítíkina hjá Ferrari. Á myndinni er Hamilton að leita að skúrnum sínum í Jerez.
![]() |
Bílskúr McLaren ekki aftast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |