29.9.2008 | 21:37
Skelfileg mistök hjá Ferrari liðinu. ( Svenni )
Ekki veit ég hvað gekk á hjá Ferrari þessa helgina í flóðlýstum kappakstrinum. Ég er viss um að jafnvel Bjössi í sjoppunni í Sandgerði í gamla daga hefði munað eftir því að aftengja bensínslönguna. En svona er lífið ekkert gekk upp þennan dag nema hjá Alonso sem keyrði til sigurs. Eg set spurningarmerki um snilli hans því ef litið er á keppnina þá var hann fyrstur í þjónustustopp, félagi hans klessukeyrir strax á eftir og Ferrarimenn út að skíta , Síðan eru hans helstu andstæðingar sendir inn í pytt í 10 sek refsingu sem þeir unnu sér reyndar inn. Hamilton síðan mjög sáttur enda hans helstu andstæðingar allir stigalausir eftir að Rakkonen sofnaði í einni beyjunni. Því segi ég aftur var það fyrir snilli Alonso að hann vann eða var hann ekki bara að grísa sig máttlausann. Ég veðja á seinni útfærsluna spurning hvað meistari Gústi Alonso fan númer 1 segir.
9.9.2008 | 12:43
Frábær keppni á Spa ! (Svenni)
Keppin á Spa var frábær og þá sérstaklega síðustu hringirnir. Minn maður Rakkonen er bara ekki að sýna sitt rétta andlit í keppninni á ár. Hann sýndi samt hversu megnugur hann getur verið en það dugði bara ekki til þegar að það fór að rigna. Keppni milli hans og Hamilton var æsispennandi og gaman að horfa á þó að Hamilton hefði betur. Dómur sá sem síðar var kveðinn upp vekur upp margar spurningar en fátt er um svör. Mitt álit er að úrslitin áttu að standa. En alla vega þá eru allar líkur á að slagurinn standi bara á milli Massa og Hamilton.
Nú er bara um að gera að standa á bak við Massa í þeirri törn sem eftir er.
5.9.2008 | 11:04
Spa um helgina (Svenni)
Hvernig er það eru allir formúlu aðdáendur lagstir í dvala hjá hs bræðrum. Eða er málið að enginn hefur trú að Maclaren nái að klára mótið frekar en í fyrra. Álonso er síðan bara í meðalmennskunni svo þar er kannski ekki skrítið að ekkert heyrist í okkar manni í Ískraft. En alla vega þá vil ég koma því að að ef Kimi vaknar ekki af Þyrnirósarsvefni sínum þá verður krýndur nýr heimsmeistari í ár. Miðað við framistöðu Massa þá er ég ekki vafa um að hann gerir harða atlögu að Heimsmeistaratitlinum.
Það er því áfram Ferrari og eins og þegar hs bræður fóru á Spa þá verður tvöfaldur sigur um helgina ekki spurning.
Með Ferrari kveðju. SHG