7.4.2008 | 10:19
Ferrari einráðir í Bahrein !!! (Svenni)
Frekar auðveldur Ferrari sigur um helgina eins og mátti við búast.
Kubica og Heildfeld voru góðir bara ekki nógu góðir til að skáka Fiatinum.
Gaman var að sjá Hamilton. Ég er viss um að amma heitin hefði náð betra starti en hann.
Það er eit sem þyrfti að breita í reglunum um stigagjöf og er það mitt álit að tíu efstu
eigi að fá stig svo að Alonso okkar Gústa eigi möguleika á stigum í framtíðinni.
Að lokum vil ég minna á að samkvæmt spá minni í fyrra þá spáði Kimi Heimsmeistaratitli þá og
jafnframt spáði ég því að hann yrði öruggur heimsmeistari á þessu ári.
Eins og sjá má þá er hann kominn á sinn rétta stall.
Raikkönen heimsmeistari er efstur að stigum í heimsmeistarakeppninni með 19 stig.
Heidfeld er í 2. sæti með 16 stig, en síðan koma Hamilton . Kubica og Kovalainen jafnir í 3. sæti með 14
Með Ferrari kveðju Svenni
6.4.2008 | 13:16
Massagóður akstur::::::::::::::::::::::::::::::::-))))))
Hver hefði trúað því að Massa myndi sigra í dag? Ég trúði því að Massa myndi sigra nokkrar keppnir í ár og því ekki í dag. Ferrari er í góðu formi og hafa þó nokkra yfirburði, en BMW er að stimpla sig rækilega inn með forustu í keppni bílasmiða. Kubica missti Ferrari framúr í startinu, en hélt eftir það góðum hraða í keppninni og sýndi að hann er líklegur til að vinna keppni í ár. Flott að sjá þegar Hamilton reyndi að ýta Alonso í burtu og núna verður Alonso kallaður "Alli með skarð í væng", en heimsmeistaraefnið hans Gústa náði ekki í stig í dag, og þar sem Gústi hefur aðra sýn á kappakstur en flestir aðrir, þá á hann eftir að halda því fram að Alli hafi verðið langbestur í brautinni í dag, þó svo að Glock hafi tekið Alla í nefið
. Toyotan er að rúlla flott og er að standa sig betur en Renault í dag og þeir eiga eftir að koma sterkari í næstu mótum.