16.3.2008 | 15:24
Froðufellandi Fáráðlingar á Farlama Ferrari..............
Ég var svo svekktur og fúll út í mína menn og var búinn að skrifa þetta líka skammarblogg í morgun eftir keppnina, en ýtti svo á rangan link þegar ég ætlaði að senda það og allt hvarf eins og árangur Ferrari í þessu móti, svo ég fór bara í rúmið og svaf fram að hádegi. Ég hef aldrei sé annað eins klúður hjá mínum mönnum áður. Er þessi nýi stjóri eitthvað klikk, eins og Steinríkur segir svo oft um þessa rómverja. Planið gekk engan vegin upp og það var bara heppni fyrir Kimi að öryggisbíllin kom út í restina, annars hefði hann aldrei náð hópnum, en Kimi hefði átt að fara í bensínstopp meðan öryggisbíllinn var í brautinni en ekki eftir að keppnin fór aftur í gang. Ég held að þeir hafi panikað þarna í brúnni og Kimi tók full mikla sénsa, sem varð honum að falli og eins og svo oft áður bitnar það á bílnum. Taktarnir hjá Massa minntu óneitanlega á bremsubúnað Höska í gokart, og furðulegt að Massa hafi getað haldið áfram eftir þetta samstuð.
Eitt af því sem kom mér á óvart var hvað Barrichello fékk léttvæga refsingu fyrir að fara út úr pyttinum á rauðu ljósi, var ekki verið að dæma menn úr keppni fyrir sama brot í hitteðfyrra? Ljósi punkturinn í þessu móti er sá að litlu liðin svokölluðu eru að koma til og gerir það mótið vonandi meira spennandi. Þegar búið er að fara með alla farsana, eins og "Fall er fararheill" og "Gengur bara betur næst" og aðra svoleiðis réttlætingar fer maður að róast og réttlæta þessa vitleysu. Hvað sem öllu þessu líður þá er mín sannfæring sú að Ferrari verða heimsmeistarar í ár eins og svo oft áður.
16.3.2008 | 12:13
Vonandi það sem koma skal !
Engin spurning hver var bestur í nótt. Frábær sigur og vonandi verða þeir miklu fleiri í næstu keppnum. Óska öllum McLaren aðdáendum til hamingju.
![]() |
Besti sigur Hamiltons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2008 | 00:06
Var hótelstýran okkar svona????????????????????
Þeir hjá ITV eru með myndir af þessum flottu pitbabeum og voru þessar hátt skrifaðar hjá lesendum. Skyldi hótelstýran okkar í Hollandi hafa verið svona flott þegar hún sprangaði um pittin á Spa í denn. Ég er að eyða tímanum áður en tímatakan í Ástrallalllalíu byrjar og er farinn að röfla eins og skeggjaði ráðherrann, en get ekki verið að lepja neitt nema gos, en bakvaktin skemmir svolítið fyrir þannig brölti. Ég er farinn að verða eins og litla fólkið á aðfangadag, svo spenntur er ég orðinn. Ég er farinn að naga táneglurnar af spenningi, en þeir sem hafa séð mig eiga bágt með að sjá það fyrir sér, en ég er nú samt ennþá það liðugur að ég get klórað mér í hnakkann með tánum. Þetta eru að verða full nákvæmar lýsingar á því hvernig ég dunda mér á kvöldin, svo það er best að hætta þessu rugli og kíkja á æfingarnar í Formúlunni.
11.3.2008 | 23:28
Það gerði McLaren líka ! (Vsjóns)

![]() |
Räikkönen afskrifar Alonso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 21:08
Hann þyrfti nú að láta rannsaka á sér heddið þessi..........
Þetta er sú sérkennilegasta hugmynd til þessa, láta öll liðin byrja fyrir framan Ferrariliðið til þess eins að láta þá fara framúr sér. Væri ekki nær að breikka bara rásmarkið þannig að allir geti byrjað jafnt.
![]() |
Head vill bestu bílana aftast á rásmarkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 19:43
Eitthvað hefði nú heyrst ef þetta hefði verið Ferrariliðið!!!!!!!!!!
Samkvæmt þessum fréttum ættu þeir Force India og Super Aguri að fá sér risa hjólhýsi og blása út græjupakkann eins og þau geta til að komast í betri bílskúr. Hingað til hefur númeraröðin verið látin ráða, en spæjaragengið fær sérmeðferð og kemst upp með að væla út skárri bílskúr. Þetta vandamál hefur ekki hrjáð Ferrariliðið og hafa þeir fengið sín pláss í samræmi við þann árangur sem þeir ná, en þeir eru líka langbestir í því að vera fremstir. Þeir hjá McLaren Spy kids eru bara vel geymdir þarna á milli Williams og Red Bull og það væri nú gaman að heyra í þeim sem eru búnir að messa sem mest um fyrirgreiðslupólítíkina hjá Ferrari. Á myndinni er Hamilton að leita að skúrnum sínum í Jerez.
![]() |
Bílskúr McLaren ekki aftast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2008 | 00:29
Skemmtileg tilviljun??????
Ég stal þessari mynd á kappakstur.is og það er gaman að sjá að Röggason er loksins búinn að gera það upp við sig hverjum hann heldur með í formúlunni. Settið hjá Sýn gæti ekki verið meira Ferrarilegra, svo skemmtilega rautt er það. Ef þetta er bara einhver demo teikning, þá sýnir liturinn í það minnsta hvaða liði hönnuðurinn heldur með. Það er nokkuð ljóst að þeir Sýnarmenn leggja mikinn metnað í Formúludagskránna og það verður gaman að sjá útkomuna.
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 23:28
Bónusbíllinn
Ég er nú mest hissa á því að Williamsbíllinn skuli ekki vera bleikur í ár, eins og Bónusfeðgarnir er duglegir að auglýsa í ár. Annars er bíllinn helv. flottur, en það segir ekkert um hvort grísinn komist eitthvað áfram. Það er aðeins einn framleiðandi sem hefur í gegn um árin komið með bíl sem er bæði flottur og góður og það eru hestamennirnir frá Ítalíu á rauða bílnum. Schumi tekur sig líka óendanlega vel út í þessum bíl en þarna er hann að reynslukeyra 2008 útgáfunni í Barcelona um daginn.
Ferrarikveðja Heiðar
![]() |
Williams í endanlegu útliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)