Sögulegur viðburður.

Loks fer manni að hlakka til næstu keppni. Sjöfaldur heimsmeistari að koma aftur fram á sjónarsviðið í stað Massa. Gaman verður að sjá hvort hann hafi það sem til þarf ennþá.  Kimi notar tækifærið vel í fríinu og náði að velta bíl í rallý í dag. En bara gaman að sjá Sjumma aftur undir stýri Ferrari.

Nú er alveg að koma að veislunni (Svenni)

Jæja bara ein vika í fyrstu keppni ársins. Vonandi fara menn ekki út í það breita reglunum á þann veg að flestir sigrar gildi. Ég vil frekar hafa stigagjöfina áfram og þá gefa frekar fleirri stig fyrir sigur. Það ætti að vera í lagi fyrst að Schumacher er ekki lengur að keppa. En alla vega þá var síðasta keppni mjög skemmtileg þó að Hamilton á Mclaren hafi unnið.

Áfram Ferrari


Hann verður ekki í vandræðum með það ! (Vsjóns)

Þetta er ekkert mál, bara 3 kíló.  Ef hann losar sig við 1 kg. úr fúlupokanum sem hann er að burðast með alla daga og 1. kg. af hrokanum, þá þarf hann bara að hjóla í það að taka eitt kíló af fitu.  Gæinn bara hjólar í þetta, verður svo klár upp í bílinn og getur hafið eltingaleikinn við hina bílana LoL
mbl.is Alonso í megrun svo Renaultinn verði öflugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg mistök hjá Ferrari liðinu. ( Svenni )

Ekki veit ég hvað gekk á hjá Ferrari þessa helgina í flóðlýstum kappakstrinum. Ég er viss um að jafnvel Bjössi í sjoppunni í Sandgerði í gamla daga hefði munað eftir því að aftengja bensínslönguna. En svona er lífið ekkert gekk upp þennan dag nema hjá Alonso sem keyrði til sigurs. Eg set spurningarmerki um snilli hans því ef litið er á keppnina þá var hann fyrstur í þjónustustopp, félagi hans klessukeyrir strax á eftir og Ferrarimenn út að skíta , Síðan eru hans helstu andstæðingar sendir inn í pytt í 10 sek refsingu sem þeir unnu sér reyndar inn. Hamilton síðan mjög sáttur enda hans helstu andstæðingar allir stigalausir eftir að Rakkonen sofnaði í einni beyjunni.  Því segi ég aftur var það fyrir snilli Alonso að hann vann eða var hann ekki bara að grísa sig máttlausann. Ég veðja á seinni útfærsluna spurning hvað meistari Gústi Alonso fan númer 1 segir. 

Fullsize image from the Singapore GP


Frábær keppni á Spa ! (Svenni)

Keppin á Spa var frábær og þá sérstaklega síðustu hringirnir. Minn maður Rakkonen er bara ekki að sýna sitt rétta andlit í keppninni á ár. Hann sýndi samt hversu megnugur hann getur verið en það dugði bara ekki til þegar að það fór að rigna. Keppni milli hans og Hamilton var æsispennandi og gaman að horfa á þó að Hamilton hefði betur. Dómur sá sem síðar var kveðinn upp vekur upp margar spurningar en fátt er um svör. Mitt álit er að úrslitin áttu að standa. En alla vega þá eru allar líkur á að slagurinn standi bara á milli Massa og Hamilton.

Fullsize Image from the Belgium Grand Prix

Nú er bara um að gera að standa á bak við Massa í þeirri törn sem eftir er.

 


Spa um helgina (Svenni)

Hvernig er það eru allir formúlu aðdáendur lagstir í dvala hjá hs bræðrum. Eða er málið að enginn hefur trú að Maclaren nái að klára mótið frekar en í fyrra. Álonso er síðan bara í meðalmennskunni svo þar er kannski ekki skrítið að ekkert heyrist í okkar manni í Ískraft. En alla vega þá vil ég koma því að að ef Kimi vaknar ekki af Þyrnirósarsvefni sínum þá verður krýndur nýr heimsmeistari í ár. Miðað við framistöðu Massa þá er ég ekki vafa um að hann gerir harða atlögu að Heimsmeistaratitlinum.

Felipe Massa

Það er því áfram Ferrari og eins og þegar hs bræður fóru á Spa þá verður tvöfaldur sigur um helgina ekki spurning.

Með Ferrari kveðju. SHG


Nú fer að koma að Raikkonen eins og á síðasta tímabili !

Það er farið að síga á seinni hluta formúlunnar og þar með ætti tími Raikkonen að vera framundan. En ekki má gleyma Massa sem keyrði frábærlega í síðasta kappakstri. En ekki reyndist það nóg því vél Ferrari gaf upp öndina þegar 3 hringir voru eftir.  En Massa sýndi samt að enn eru töggur í Ferrari bílnum svo að framundan ættu að vera frábær mót.

Image: Valencia Street Circuit

 


Ferrari einráðir í Bahrein !!! (Svenni)

Frekar auðveldur Ferrari sigur um helgina eins og mátti við búast.

Image: Felipe Massa after winning the Bahrain Grand Prix
Kubica og Heildfeld voru góðir bara ekki nógu góðir til að skáka Fiatinum.
Gaman var að sjá Hamilton. Ég er viss um að amma heitin hefði náð betra starti en hann.
Það er eit sem þyrfti að breita í reglunum um stigagjöf og er það mitt álit að tíu efstu
eigi að fá stig svo að Alonso okkar Gústa eigi möguleika á stigum í framtíðinni.
Að lokum vil ég minna á að samkvæmt spá minni í fyrra þá spáði Kimi Heimsmeistaratitli þá og
jafnframt spáði ég því að hann yrði öruggur heimsmeistari á þessu ári.
Eins og sjá má þá er hann kominn á sinn rétta stall.


Raikkönen heimsmeistari er efstur að stigum í heimsmeistarakeppninni með 19 stig. Grin
Heidfeld er í 2. sæti með 16 stig, en síðan koma Hamilton Frown. Kubica og Kovalainen jafnir í 3. sæti með 14

Með Ferrari kveðju Svenni


Massagóður akstur::::::::::::::::::::::::::::::::-))))))

Massa í BahrainHver hefði trúað því að Massa  myndi sigra í dag? Ég trúði því að Massa myndi sigra nokkrar keppnir í ár og því ekki í dag. Ferrari er í góðu formi og hafa þó nokkra yfirburði, en BMW er að stimpla sig rækilega inn með forustu í keppni bílasmiða. Kubica missti Ferrari framúr í startinu, en hélt eftir það góðum hraða í keppninni og sýndi að hann er líklegur til að vinna keppni í ár. Flott að sjá þegar Hamilton reyndi að ýta Alonso í burtu og núna verður Alonso kallaður "Alli með skarð í væng", en heimsmeistaraefnið hans Gústa náði ekki í stig í dag, og þar sem Gústi hefur aðra sýn á kappakstur en flestir aðrir, þá á hann eftir að halda því fram að Alli hafi verðið langbestur í brautinni í dag, þó svo að Glock hafi tekið Alla í nefiðGrin. Toyotan er að rúlla flott og er að standa sig betur en Renault í dag og þeir eiga eftir að koma sterkari í næstu mótum.

Ferrarikveðja01 copy


Gefum þeim nokkur ár..........

Briatore að tékka á nýrri vinnu?Það fer vel á því að gefa Renault nokkur ár til að sanna sig. Ég hef enga trú á því að Renault verði betri en BMW eða Williams í ár og jafnvel Toyota á eftir að standa sig betur. Þessar fréttir um að Alonso sé á leið til Ferrari eru alveg svakalegar og ef þær eru sannar, verða ein stórkostlegustu umskipti sögurnar.

Sjá þessa frétt: http://www.visir.is/article/20080325/IDROTTIR04/80325076.

Það verður rosalegt að sjá hamskiptin hjá Gústav Reykás við það tækifæri og að fá að sjá hann klæðast rauða gallanum jafnast á við júrokardauglýsingu, alveg "priceless". Það er alveg þess virði að fá Spánverjann yfir, bara til að sjá svipinn á Gústa, jafnfallegasta 1/2 bróðir HSbræðra. Getur verið að Briatore sé athuga með vinnu þarna á myndinni. Annars er þetta að verða gott um Renault, félagana frá Miðjarðarhafinu og ædolið frá Sandgerði í bili.   Lengi lifi Ferrari.

Ferrarikveðja01 copy


mbl.is Briatore: Veitið Renault tíma til að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband